• Web3
 • Jtnabrarfoss Mynd John Sherman
 • Web3

Veiðifélagið Hreggnasi:

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á stangaveiði og útivist. Innan vébanda félagsins eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Í veiðihúsum okkar er mikil áhersla lögð á að gestum líði vel í fyrsta flokks aðbúnaði.

Veiðisvæði


Laxá í Kjós

Laxá í Kjós hefur um langt árabil verið meðal bestu laxveiðiáa landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði.

Grímsá

Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smá-ár og lækir, og að nokkru leyti uppsprettuvatn. Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt

Svalbarðsá

Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxana en árið 2011 voru 60-70% veiðinnar stórlax.

Brynjudalsá

Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Á veiðisvæðinu eru tveir áberandi fossar þar sem mikill lax getur safnast saman við vissar aðstæður

Hafralónsá

Veiðisvæði árinnar er magslungið og tignarlegt. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður og hefur áin orð á sér fyrir að vera í senn hrikaleg og krefjandi.

Laxá í Dölum

Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins. Veitt er á 4-6 dagstangir. Þessi margrómaða dalaperla á marga aðdaáendur og er gríðarlega eftirsótt á meðal veiðimanna

Fréttir


 • Brynjudalsá í vefsölunni

  Creation Date Monday, 29 April 2019, Author Haraldur Eiríksson

  Nú má finna öll laus veiðileyfi í Brynjudalsá í Hvalfirði í vefsölunni okkar.

  Brynjan er einstaklega þægileg fjölskylduá skammt frá Reykjavík, sem státar af góðu veiðihúsi. Veiðarnar eru stundaðar með flugu eingöngu.

  Stangirnar tvær eru seldar saman með húsi og verði stillt í hóf.

 • Stakir dagar í Laxá í Kjós án veiðihúss

  Creation Date Tuesday, 02 April 2019, Author Haraldur Eiríksson

  VIð vekjum athygli á því að í vefsölu okkar má nú finna nokkra staka daga í hausveiðina í Laxá í Kjós. Fyrirkomulag þessara daga er á þá leið að mætt er að morgni og veitt samfellt fram á kvöld frá 0800-2000.

  Ekki er rekið veiðihús á þessum árstíma og húsið þvi lokað utan að snyrti- og kaffiaðstaða er í vöðluherbergi hússins.

  Umræddir dagar eru gjarnan einhverjir þeir allra bestu á veiðitímabilinu, því haustbragur kemst á laxinn og mikil hreyfing á honum milli svæða. Eins kemur oft mikill kippur í veiðina í Bugðu þegar að laxinn leitar niður ána á nýjan leik úr Meðalfellsvatni.

Viðurkenndur ferðaskipuleggjandi

Hreggnasi ehf er viðurkenndur ferðaskipuleggjandi af Ferðamálastofu Íslands og starfar samkvæmt lögum þar um. Innan fyrirtækisins er áralöng reynsla við að sinna þörfum stangaveiðimanna.

Verndun og náttúra

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar fólk sem lætur sér annt um umverfi og bráð. Við rekstur veiðisvæða okkar er stuðst við ráðleggingar frá Hafrannsóknastofunun, auk þess sem að sjálfstæðir fiskifræðingar eru fengnir til ráðgjafar. Félagið hefur stutt við verndarsamtök svo sem NASF, Trout & Salmon Association og Atlantic Salmon Trust.

Hafa samband

Til þess að hafa samband við veiðifélagið Hreggnasa er hægt að fylla út formið hér fyrir neðan eða senda okkur tölvupóst á hreggnasi(hjá)hreggnasi.is