• Jtnabrarfoss Mynd John Sherman
  • Web3
  • Web3

Veiðifélagið Hreggnasi:

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á stangaveiði og útivist. Innan vébanda félagsins eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Í veiðihúsum okkar er mikil áhersla lögð á að gestum líði vel í fyrsta flokks aðbúnaði.

Veiðisvæði


Laxá í Aðaldal - Miðsvæðið

Veiðisvæðið er fyrir landi Jarlsstaða, Hjarðarhaga, Árbót og Tjarnar. Svæðin eru alræmd stórlaxa svæði. Veiðihúsið Vörðuholt stendur á hæð með frábæru útsýni yfir Aðaldalinn.

Grímsá

Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smá-ár og lækir, og að nokkru leyti uppsprettuvatn. Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt

Svalbarðsá

Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxana en árið 2011 voru 60-70% veiðinnar stórlax.

Brynjudalsá

Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Á veiðisvæðinu eru tveir áberandi fossar þar sem mikill lax getur safnast saman við vissar aðstæður

Skuggi Hvítá

Veiðisvæðið kennt við "Skugga” afmarkast frá gömlu Hvítarbrúnni að og með ármótum Grímsár og Hvítár og frá þeim ármótum að Hvítárvallakverk í Grímsá.

Laxá í Dölum

Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins. Veitt er á 4-6 dagstangir. Þessi margrómaða dalaperla á marga aðdaáendur og er gríðarlega eftirsótt á meðal veiðimanna

Hafa samband

Til þess að hafa samband við veiðifélagið Hreggnasa er hægt að fylla út formið hér fyrir neðan eða senda okkur tölvupóst á hreggnasi(hjá)hreggnasi.is

Viðurkenndur ferðaskipuleggjandi

Hreggnasi ehf er viðurkenndur ferðaskipuleggjandi af Ferðamálastofu Íslands og starfar samkvæmt lögum þar um. Innan fyrirtækisins er áralöng reynsla við að sinna þörfum stangaveiðimanna.

Verndun og náttúra

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar fólk sem lætur sér annt um umverfi og bráð. Við rekstur veiðisvæða okkar er stuðst við ráðleggingar frá Hafrannsóknastofunun, auk þess sem að sjálfstæðir fiskifræðingar eru fengnir til ráðgjafar. Félagið hefur stutt við verndarsamtök svo sem NASF, Trout & Salmon Association og Atlantic Salmon Trust.