• Web3
 • Web3
 • Jtnabrarfoss Mynd John Sherman

Veiðifélagið Hreggnasi:

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á stangaveiði og útivist. Innan vébanda félagsins eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Í veiðihúsum okkar er mikil áhersla lögð á að gestum líði vel í fyrsta flokks aðbúnaði.

Veiðisvæði


Laxá í Kjós

Laxá í Kjós hefur um langt árabil verið meðal bestu laxveiðiáa landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði.

Grímsá

Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smá-ár og lækir, og að nokkru leyti uppsprettuvatn. Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt

Svalbarðsá

Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxana en árið 2011 voru 60-70% veiðinnar stórlax.

Brynjudalsá

Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Á veiðisvæðinu eru tveir áberandi fossar þar sem mikill lax getur safnast saman við vissar aðstæður

Hafralónsá

Veiðisvæði árinnar er magslungið og tignarlegt. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður og hefur áin orð á sér fyrir að vera í senn hrikaleg og krefjandi.

Laxá í Dölum

Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins. Veitt er á 4-6 dagstangir. Þessi margrómaða dalaperla á marga aðdaáendur og er gríðarlega eftirsótt á meðal veiðimanna

Fréttir


 • Sólheimafoss gerður laxgengur

  Creation Date Wednesday, 27 November 2019, Author Haraldur Eiríksson

  Haustið 2019 var nýr fiskvegur tekinn í notkun við Sólheimafoss í Laxá í Dölum, en Laxá er fjölmörgum veiðimönnum vel kunn fyrir mikla aflasæld á laxi. Sólheimafoss er í um 25 km fjarlægð frá sjó. Fossinn er rúmlega 4 metrar að hæð, en ákjósanleg búsvæði til laxahrygningar og uppeldis á ungviði auk veiðistaða er að finna ofan hans. Þannig er talið að um 6 km búsvæði opnist ofan við fossinn sem geti aukið framleiðslugetu vatnasvæðisins um 15 – 20% þegar að landnámi lax er lokið.

  Fiskvegurinn var hannaður af Vífli Oddssyni verkfræðingi en Vífill hefur hannað fjölmarga fiskvegi hérlendis. Framkvæmdina annaðist fyrirtækið Kolur í Búðardal og var fiskvegurinn útbúinn með því að móta klöppina með fleyg og þannig búin til þrep 2 -2,5 m að lengd með 50 cm hæðarmun. Með þessu móti ber minna á fiskveginum í umhverfinu miðað við steypta fiskvegi og umhverfi við Sólheimafoss er minna raskað en ella. Lax fór strax að ganga fossinn haustið 2019 og framkvæmdin virðist hafa gengið að óskum.

  Nú hafa verið reistir á bilinu 75-80 fiskvegir í íslenskum straumvötnum sem opnað hafa um þriðjung af því búsvæði sem opið er fyrir lax og aðra göngufiska á Íslandi. Sambærilegar framkvæmdir hafa því haft mikil áhrif á stofnstærð laxa á Íslandi.

 • Laxá í Dölum - 40% stórlaxahlutfall

  Creation Date Wednesday, 27 November 2019, Author Haraldur Eiríksson

  Laxá í Dölum gaf um 750 laxa í sumar sem leið á 4-6 dagsstangir.

  Þetta er nokkuð fyrir neðan meðalveiði Laxár, en líkt og annarsstaðar á suður- og vesturlandi var skortur á smálaxagöngum. Gleðitíðindin eru hins vegar þau að nógur stórlax var í Laxá í sumar, og var hlutfall þeirra af veiddum fiski um 40%. Þetta er með því hæsta sem gerist á landsvísu og sýnir svo ekki um villst að þessi perla í Dölunum getur verið sannkölluð stórlaxakista sé vel um hana gengið. Fjöldi stórlaxa hefur aukist gríðarlega allt frá árinu 2014 þegar farið var í auknar verndunaraðgerðir.

Viðurkenndur ferðaskipuleggjandi

Hreggnasi ehf er viðurkenndur ferðaskipuleggjandi af Ferðamálastofu Íslands og starfar samkvæmt lögum þar um. Innan fyrirtækisins er áralöng reynsla við að sinna þörfum stangaveiðimanna.

Verndun og náttúra

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar fólk sem lætur sér annt um umverfi og bráð. Við rekstur veiðisvæða okkar er stuðst við ráðleggingar frá Hafrannsóknastofunun, auk þess sem að sjálfstæðir fiskifræðingar eru fengnir til ráðgjafar. Félagið hefur stutt við verndarsamtök svo sem NASF, Trout & Salmon Association og Atlantic Salmon Trust.

Hafa samband

Til þess að hafa samband við veiðifélagið Hreggnasa er hægt að fylla út formið hér fyrir neðan eða senda okkur tölvupóst á hreggnasi(hjá)hreggnasi.is