• Web3
 • Jtnabrarfoss Mynd John Sherman
 • Web3

Veiðifélagið Hreggnasi:

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á stangaveiði og útivist. Innan vébanda félagsins eru margar af bestu laxveiðiám landsins. Í veiðihúsum okkar er mikil áhersla lögð á að gestum líði vel í fyrsta flokks aðbúnaði.

Veiðisvæði


Laxá í Kjós

Laxá í Kjós hefur um langt árabil verið meðal bestu laxveiðiáa landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði.

Grímsá

Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smá-ár og lækir, og að nokkru leyti uppsprettuvatn. Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt

Svalbarðsá

Svalbarðsá er dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Hún er 37 km löng og fellur í Þistilfjörð. Svalbarðsá er sannarlega staður stórlaxana en árið 2011 voru 60-70% veiðinnar stórlax.

Brynjudalsá

Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Á veiðisvæðinu eru tveir áberandi fossar þar sem mikill lax getur safnast saman við vissar aðstæður

Hafralónsá

Veiðisvæði árinnar er magslungið og tignarlegt. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður og hefur áin orð á sér fyrir að vera í senn hrikaleg og krefjandi.

Laxá í Dölum

Laxá í Dölum er ein besta laxveiðiá landsins. Veitt er á 4-6 dagstangir. Þessi margrómaða dalaperla á marga aðdaáendur og er gríðarlega eftirsótt á meðal veiðimanna

Fréttir


 • Laus veiðileyfi sumarið 2019

  Creation Date Wednesday, 09 January 2019, Author Haraldur Eiríksson

  Sala veiðileyfa hefur gengið vel, og fer þeim óðum fækkandi kostunum sem við getum boðið fyrir sumarið.

  Í Brynjudalsá í Hvalfirði eru aðeins tvö ágústholl eftir og má þau finna á vefsölunni okkar. Áin hentar fjölskyldum og vinahópum einkar vel, en áin er aðeins í örskots fjarlægð frá Reykjavík.

  Svalbarðsá í Þistilfirði er venju samkvæmt mjög vinsæl, en þó er nú möguleiki á að komast inn í septemberveiðina og er áhugasömum bent á að hafa samband í netfangið hér að neðan.

  Sala í Hafralónsá í Þistilfirði hefur jafnframt tekið kipp. Lausar eru stangir í tveimur hollum í júlímánuði, og jafnframt eru tvö ágústholl í boði.

  Laxá í Kjós er uppseld þar til eftir miðjan ágústmánuð. Hægt er að fá stangir í haustveiðina sem hefur verið frábær á undanförnum árum.

  Í Grímsá er möguleiki að komast inn fyrstu viku ágústmánaðar.

  Laxá í Dölum er mjög umsetin, en þó er hægt að komast að á besta tímanum aðra vikuna í ágúst. Áhugasömum er bent á póstfangið hér að neðan

  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • Gleðilegt ár 2019

  Creation Date Wednesday, 09 January 2019, Author Haraldur Eiríksson

  Við sendum viðskiptavinum okkar og veiðimönnum öllum bestu óskir á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

  Starfsfólk Hreggnasa

Viðurkenndur ferðaskipuleggjandi

Hreggnasi ehf er viðurkenndur ferðaskipuleggjandi af Ferðamálastofu Íslands og starfar samkvæmt lögum þar um. Innan fyrirtækisins er áralöng reynsla við að sinna þörfum stangaveiðimanna.

Verndun og náttúra

Hjá Veiðifélaginu Hreggnasa starfar fólk sem lætur sér annt um umverfi og bráð. Við rekstur veiðisvæða okkar er stuðst við ráðleggingar frá Hafrannsóknastofunun, auk þess sem að sjálfstæðir fiskifræðingar eru fengnir til ráðgjafar. Félagið hefur stutt við verndarsamtök svo sem NASF, Trout & Salmon Association og Atlantic Salmon Trust.

Hafa samband

Til þess að hafa samband við veiðifélagið Hreggnasa er hægt að fylla út formið hér fyrir neðan eða senda okkur tölvupóst á hreggnasi(hjá)hreggnasi.is