Frettir

Wednesday, 31 January 2018

Mögnuð tölfræði stórlaxa í Dölum

Author Haraldur Eiríksson

Mögnuð tölfræði stórlaxa í Dölum

Sumarið 2017 var ekki framúrskarandi í veiði líkt og sumrin tvö á undan. Lokatala var 871 lax sem er þó mjög góð veiði á 4-6 stangir, og setur ána meðal bestu laxveiðiáa landsins yfir veiði á hverja dagsstöng. Af umræddum 871 laxi voru 328 stórlaxar, sem er með því hæsta sem þekkist á vestanverðu landinu. Stærðaskipting var eftirfarandi:

Laxar undir 70 cm: 543

Laxar 70-79 cm: 151

Laxar 80-89 cm: 143

Laxar 90-99 cm: 31

Laxar 100 cm plús: 3

 

 

 

 

Tuesday, 30 January 2018

Hofsá í Vopnafirði - nokkrar hauststangir eftir

Author Haraldur Eiríksson

Hofsá í Vopnafirði - nokkrar hauststangir eftir

Það eru nokkrar september stangir eftir í Hofsá í Vopnafirði næsta haust. Þessi magnaða veiðiá á sér fáar líkar þegar kemur að fluguveiði, og má segja að áin sé fullkomin sem slík. Í haust dvelja menn í veiðihúsinu með uppábúnum rúmun, en sjá sjálfir um matseldina. Nánari upplýsingar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sunday, 28 January 2018

Krossá á Skarðsströnd 2018

Author Haraldur Eiríksson

Krossá á Skarðsströnd 2018

Við eigum aðeins örfáum dögum óráðstafað í Krossá næsta sumar. Einstök náttúra og gott aðgengi gera ána að óskastað fjölskyldunnar. Lausir dagar eru: 27-29/6, 7-9/7, 9-11/7 og 14-16/8. Nánari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

<<  1 2 [3